07.10.2014 18:13

Námskeið fyrir þig!

Aðsent.

Frumtamningar á Miðfossum.
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist innsýn í eðli og atferli hrossa og nái hæfni til að beita viðurkenndum aðferðum við frumtamningar hrossa. Í lok námskeiðs eru öll hross orðin reiðfær, sem þýðir að þau hafa grunnskilning á helstu ábendingum og hægt verður að ríða þeim í frjálsri reið.

 Á námskeiðið mætir hver nemandi með eitt ótamið unghross sem þó má vera bandvant. Innifalið í verði er aðstaða fyrir hrossin á vinnuhelgum á Miðfossum og hámarksfjöldi nemenda er 12, með eitt hross hver.

Kennari: Sigvaldi Lárus Guðmundsson tamningamaður og reiðkennari við LbhÍ.

Tími: Fös. 7. nóv, kl. 17-19, lau. 8. nóv, kl. 9-17, sun. 9. nóv, kl. 9-17, fös. 14. nóv, kl. 17-19, lau. 15. nóv. kl. 9-17, sun. 16. nóv. kl. 9-17, fös. 28. nóv, kl. 17-19, lau. 29. nóv, kl. 9-17, sun. 30. nóv, kl. 9-17 og fös. 12. des, kl. 17-19, lau. 13. des,   kl. 9-17 og sun. 14. des, kl. 9-17 hjá LbhÍ á Miðfossum (96 kennslustundir)

Verð: 89.000kr (matur og gisting er ekki innifalið í verði)

Skráðu þig núna!
Sími 433-5000

Flettingar í dag: 1040
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 594063
Samtals gestir: 62901
Tölur uppfærðar: 25.7.2024 19:58:58