11.06.2014 08:00

Reiðnámskeið Brimfaxa

 

Reiðnámskeið Brimfaxa fyrir börn og fullorðna verður í 3 skipti eða 17. - 19. júní nk. og aftur 3 skipti í júlí fljótlega eftir landsmót en nánari dagsetningar og skráning verður auglýst þegar nær dregur.
 
Kennarinn verður Torunn Maria Hjelvik en hún er menntaður reiðkennari og hefur mikla reynslu af kennslu, þjálfun og sýningum.
 
Í boði verður tímar fyrir börn sem eru farin að stjórna sjálf hesti, unglinga/ungmennahópur og tímar fyrir fullorðna.
Kl. 17:00 - 17:50 Barnahópur.
18:00 - 18:50 unglinga/ungmennahópur.
19:00 - 21:00 fullorðnir
 
Raðað verður í tíma eftir skráningum, en æskilegt er að ekki séu fleiri en 4-5 börn saman í hóp og áætlað er að tveir verði saman í í 50 mín. tíma fyrir fullorðna.
Ef eru óskir um einkakennslu, þá má verða við því, einnig mega félagsmenn taka 25.mín. í einkakennslu.
Athugið að tímasetningar geta breyst, en það fer eftir fjölda skráninga.
 
Kennt verður í 3 skipti:
Þriðjud. 17 júní
Miðvikud. 18 júní
Fimmtud. 19 júní
 
Kennt verður í kennslugerðinu og á hringvellinum.
Hver og einn nemandi kemur með sinn eigin hest.
 
Verð pr. barn á allt námskeiðið (3 skipti) er 2000 kr.
Verð pr. fullorðin á allt námskeiðið (3 skipti og miðað við 2 í tíma eða 25 mín. í einkakennslu) er 10.500 kr.
 
Skráning er á netfangið [email protected] eða í síma 661-2046.
Skráningu lýkur föstudagskvöldið 13 júní.

 

Flettingar í dag: 482
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 913
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 332182
Samtals gestir: 31109
Tölur uppfærðar: 21.9.2023 10:20:41