Reiðnámskeið verða haldin hjá Arctichestum í sumar. Námskeiðin standa í 5 daga í 2,5 klst í senn og verða námskeið bæði fyrir og eftir hádegi. Boðið verður upp á námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Á námskeiðnu fá börnin tækifæri til að umgangast og fræðast um hestinn og farið verður í skemmtilega reiðtúra. Námskeiðin eru í samstarfi við Hestamanna-félagið Brimfaxa og gerast börn sem sækja námskeiðin sjálfkrafa meðlimir í félaginu.
Einnig verðum við með vinsælu pollanámskeiðin sem að eru fyrir elstu leikskólakrakkana í fylgd með fullorðnum. Þessi námskeið eru fyrirhuguð seinni part dags.
Öll börn fá viðurkenningu og pylsuveislu í lok námskeiðs. Fyrstu námskeiðin hefjast þriðjudaginn 10. júní. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Harðardóttir í síma 848 0143.
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is