24.01.2014 14:40

Fundurinn í kvöld



Góðir félagar.
Við höldum í kvöld framhaldsaðalfund í Stakkavík kl. 19:00 þar sem reikningar félagsins verða lagðir fram og vetrardagskráin kynnt.
Lionsfélagar og kvenfélagið ætla að færa okkur góðar gjafir og kvennadeildin ætlar að sjá um veitingar og taka táknrænt gjald fyrir eða 100 kr.
Já þið lásuð rétt, eitthundrað krónur. emoticon
Það er mjög mikilvægt að sem flestir láti sjá sig og láti í sér heyra og að sjálfsögðu ræðum við um reiðhöllina og skýrum hvaða markmið við höfum sett okkur.
Kveðja,
Herra Hilmar formaður.
Flettingar í dag: 137
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 351
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 335962
Samtals gestir: 32364
Tölur uppfærðar: 1.10.2023 06:35:24