
Heimildarmaður var eitt sinn að flytja lækni og þegar hann fór til baka fór hann austur sanda og yfir kvísl. Þegar hann kom yfir kvíslina var mikið svell og miklir skorningar voru í ísnum. Hestarnir vildu ekki fara yfir og kom þá hrafn fljúgandi utan úr þokunni. Hann settist fyrir framan hestana og hoppaði þar um. Hestarnir fóru á eftir honum og þannig gekk ferðin þangað til að heimildarmaður og hestar voru komnir yfir ísinn. Þá flaug hrafninn burt. Nokkur trú var á hrafninum.
Heimild: Þorbjörn Bjarnason
Ritun: 1969