Nú eru skemmtilegu reiðnámskeiðin hjá Arcitc hestum í samstarfi við hestmannafélagið Brimfaxa hafin. Námskeiðin standa í 5 daga í 2,5 klst í senn og fá öll börn viðurkenningu og pylsuveislu í lok námskeiðs.
Boðið verður upp á námskeið sem eru getuskipt og ættu að henta öllum. Á námskeiðinu fá börnin að umgangast, annast og fræðast um íslenska hestinn og svo förum við auðvitað í skemmtilega reiðtúra.
Nánari upplýsingar og skráning er í síma 848-0143 (Jóhanna).
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Jóhanna og Sylvía Sól.
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is