Opið hestaþing Mána og Brimfaxa fer fram helgina 7.-9. júní nk á Mánagrund.
Allir flokkar eru opnir og í boði verða eftirtaldir flokkar:
Pollar teyminga
Pollar ríðandi
Tamningaflokkur (5 vetra og yngri)
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
A-flokkur
B-flokkur
A-flokkur áhugamanna ( tölt, brokk, skeið - riðið eftir þul, 3 inná í einu )
B-flokkur áhugamanna (tölt, brokk, yfirferð - riðið eftir þul, 3 inná í einu)
Skráningagjöld eru 3500kr á grein. Pollar greiða 1000.
Lágmarks þáttaka í áhugamannaflokkana er 5 knapar.
Föstudagskvöldið 7.júní kl.19 verða kappreiðar og verður skráning á staðnum, engin keppnisgjöld. Kappreiðar eru einungis fyrir félagsmenn Mána og Brimfaxa.
Grillveisla verður á laugardagskvöldinu í Mánahöllinni eftir að dagskrá mótsins lýkur þann daginn. Verð í grill fyrir fullorðna er 1500kr og 500kr fyrir börn undir 13 ára. Allir velkomnir og höfum gaman saman.
Skráning í grill er á [email protected] eða senda sms í síma 861-2030.
Skráning á mótið er hafin á eftirfarandi vefslóð: http://skraning.sportfengur.
Í boði er líka að skrá sig í gegnum [email protected]
Upplýsingar sem þurfa að koma fram þar eru:
· Kennitala knapa og nafn
· IS númer hests, nafn og uppruni
· Flokkur sem keppandi vill keppa í
· Kreditkortanúmer og gildistími
· Símanúmer knapa eða forráðamanns
Ef eitthvað er óljóst má senda fyrirspurn í pósti á [email protected]
Með von um að sjá sem flesta.
Mótanefndir Mána og Brimfaxa.
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is