31.05.2013 10:55

Brimfaxafélagi sló í gegn á erlendri grundu.

 

Það vekur gjarnan athygli þegar Íslendingar standa sig vel í keppni á erlendri grundu og hvað þá Brimfaxafélagi.

Hún Askja dóttir Erlu Ölvers tók þátt í barnakeppni gæðingamóts Jótlands, sú stutta gerði sér lítið fyrir og vann barnaflokkinn og var að auki valin knapi mótsins. Þetta verður að teljast vel að verki staðið af þessari ungu hnátu og viljum við Brimfaxafélagar óska henni og foreldrum hennar til hamingju. Ps. ætli hún hafi eitthvað lært af afa sínum, ja hver veit?

Flettingar í dag: 239
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 334219
Samtals gestir: 31746
Tölur uppfærðar: 25.9.2023 17:59:11