Æskulýðsnefnd LH fyrirhugar að halda æskulýðsmót á vegum sambandsins laugardaginn 22.júní í sumar. Mótið hefst snemma um morguninn og geta þátttakendur mætt á föstudeginum og gist í tjöldum eða í húsinu á Skógarhólum.
Dagskráin samanstendur af leikjum og þrautum (hópefli og gaman), fræðslu, reiðtúr, grillveislu um kvöldið og kvöldvöku. Ekki er skilyrði að mæta með hesta, enginn þarf að fara á hestbak en þau nauðsynlegt að koma með hest ef menn ætla í reiðtúrinn um þjóðgarðinn eða taka þátt í þrautabraut.
Þeir sem gætu haft hug á því að fara, endilega hafið samband við æskulýðsnefnd Brimfaxa fyrir 30. maí á netfangið [email protected].
Kveðja, æskulýðsnefnd.
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is