23.04.2013 09:39

Töltmót Brimfaxa

Töltmót Brimfaxa verður haldið á hringvellinum laugard. 4. maí kl. 14:00.
 
Mótið er fyrir félagsmenn Brimfaxa og keppt verður í hægu tölti og fegurðartölti.
(Hægt tölt á vinstri hönd. Snúið við og fegurðartölt (frjáls ferð) á hægri hönd).
2-3 inná í einu.
 
Keppt verður í:
Karlaflokkur 1 og 2
Kvennaflokkur 1 og 2
Barnaflokkur
Barnaflokkur (teymingarflokkur)
 
Flokkur 1 er fyrir þá sem eru meira vanir keppnum.
Flokkur 2 er fyrir þá sem hafa lítið eða aldrei keppt.
 
Í barnaflokk er keppt í 2 flokkum.
Barnaflokkur - keppa sjálf.
Barnaflokkur - teymandi flokkur.
 
Þáttökugjald er 1500 kr. í kvenna og karlaflokk en frítt í barnaflokk.
Keppendur mega skrá fleiri en 1 hest, en þá er það 1500 kr. á 1 hest og 500 kr. á hest eftir það.
 
Vegna pöntun á verðlaunapeningum er nauðsynlegt að skrá sig í alla flokka.
Skráning er í síma 661-2046 eða á netfangið [email protected]
Síðasti skráningardagur er sunnudagskvöldið 28 apríl.
 
Greiða má þáttökugjaldið með því að leggja inn á reikning Brimfaxa í gegnum heimabanka. Reikningsuppl. verða gefnar upp við skráningu.
 
Á meðan mótinu stendur, fá allir grillaðar pylsur, gos og kaffi.
 
Einhamar ehf. er styrktaraðili mótsins.
 
Kveðja
Móta- æskulýðs- vallarnefnd og stjórn.
Flettingar í dag: 220
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 908
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 461351
Samtals gestir: 47011
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:42:26