Cora Jovanna Claas verður með námskeið fyrir konur laugardaginn 16 mars frá kl. 10:00 - 15:00
Námskeiðið er ætlað lítið vönum hestamönnum og byrjendum.
Hestar, reiðtygi og léttar veitingar eru á staðnum.
Þetta er ekki reiðnámskeið en fólk fær tækifæri til að fara á bak og læra að sitja hest.
Atriði sem verða m.a. tekin fyrir:
Að nálgast hest, að mýla hest, kemba, teyma, leggja á og beisla.
Byrjað er á bóklegum tíma og því næst í verklegan tíma.
ALLIR VELKOMNIR, BÆÐI FÉLAGSMENN OG AÐRIR!
Verð 8.000kr
Skráningarfrestur er til fimmtud. 14 mars til kl. 23:59 í síma: 844-6967 eða [email protected]
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is