01.02.2013 08:42

Febrúar

Dagskrá Brimfaxa fyrir febrúar er stútfull. Nánari útskýringar (gróflega) á dagskránni er þessi:

2. feb. - Laugardagur - Hestadagur fyrir börn og unglinga:
Hestadagur Brimfaxa er fyrir alla krakka á öllum aldri. Í fyrra var frábær mæting og fróðleikur um íslenska hestinn hvert sem líta mátti og hestateymingin vinsæl.  
 
9.feb. - Laugardagur - Rekstrardagur:
Félagsmenn sameinast að fara í rekstrarferð með hóp af lausum hrossum, í fyrra var farin neshringurinn og lukkaðist vel. Rekstur er orðin gríðarvinsæll allstaðar á landinu og nokkur tamningar-og þjálfunarbú farin að bjóða einnig svokallaða rekstrarþjónustu þar sem hestar fara t.d. í þol- og styrkþjálfun, einnig eykur slík þjálfun gleði, viðheldur frelsistilfinningu og fjölbreytileika bætt við hverskyns þjálfunarferli.
 
16. feb. - Laugardagur - Ístölt !! 
Ístölt er fyrir félaga á öllum aldri. Bara leggja á, mæta og vera með!
 
23.feb. - Laugardagur - Ræktunarferð:
Félagsmenn fara í árlega ræktunarferð, en þá er farið í heimsókn á þekkt ræktunarbú, tamningarbú og fleira.
 
Ódagsett er reiðnámskeið og árshátíð.
 
Flettingar í dag: 256
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 908
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 461387
Samtals gestir: 47013
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 09:51:13