21.01.2013 22:28

Folald

Það má segja að það fjölgar hrossum í Grindavík, því 21. janúar 2013 kastaði hryssan Elja frá Grindavík brúnstjörnóttu hestfolaldi.

Þau voru tekinn á hús og það fer vel um þau í hlýjunni í hesthúsinu og sá litli fær án efa nafn fljótlega.

Svo skemmtilega vill til að Elja er köstuð í sama hesthúsi og hún er núna með nýkastaða folaldið sitt.
Eigandi er Þórunn Sigurðardóttir.
 
 
 
Flettingar í dag: 78
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 982768
Samtals gestir: 121111
Tölur uppfærðar: 24.1.2020 10:39:16