01.12.2012 21:04

Fræðslukvöld 6 des.

 
 
Næstkomandi fimmtudag þann 6 des. 2012 kl. 20:00 í reiðhöll Palla Jóa og Mundu, heldur Brimfaxi fræðslukvöld þar sem Cora jovanna Class mun fræða um fóðrun hrossa, fóðurþörf, átgetu, áttíma og fleira sem viðkemur fóðrun á útigangshrossum og brúkunarhrossum, einnig verður farið yfir og kennt hvernig á að holdstiga/holdmeta hross og sýnd verða hross í mismunandi ástandi.
Hnjúskar eru oft fylgifiskar haustsins og farið verður yfir þá þætti sem viðkemur hnjúskum, hnjúskavandamálum, forvarnir og meðhöndlun þeirra.
 
 
Allir velkomnir og heitt á könnunni.
 
Kveðja
Stjórnin.
Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 487
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 386156
Samtals gestir: 39968
Tölur uppfærðar: 6.12.2023 05:25:34