Hér á síðuna hefur verið sett skoðanakönnun fyrir hestamenn (sem átti að fylgja fyrri frétt um fyrirhuguð reiðnámskeið)
Sjá hér: http://www.brimfaxi.is/blog/2012/11/12/638567/
Til að glöggva sig á hvað þessi skoðanakönnun ber með sér, er vert að skoða og merkja við hvað þú hefur áhuga á og hvað þú vilt læra, en margvísleg kennsla og námskeið getur verið yfir hóp eða einstakling að ósk nemenda.
Taka má dæmi fyrir einkakennslu:
Áttu við vandamál að stríða ? Er hesturinn óþekkur ? Stendur hesturinn ekki kyrr þú ferð á bak ? Þartu að gangsetja ? Ertu hrædd/ur ? Þá er einkakennsla val fyrir þig, en það er alltaf hægt að fá einkakennslu kl: 10:00 á morgnanna, yfir daginn, seint á kvöldin eða um helgar. Einn tími í einkakennslu getur skýrt og gert margt fyrir knapa og hest.
Aðalmarkmið í kennslu hjá Coru er að bæta samskipti og skilning á milli knapa og hests.
Hestur án knapa er bara hestur. Knapi án hests er bara maður.
Þeir sem hafa áhuga á hverskyns reiðkennslu er bent á að hafa samband við Coru í s: 844-6967 eða sent póst á netfangið: [email protected]
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is