16.11.2012 22:45

Keppnisárangur Brimfaxafélaga 2012
Á árinu 2012 kepptu Brimfaxafélagar á hinum ýmsu mótum sem haldin voru víðsvegar, en áður en Brimfaxi var stofnaður voru félagsmenn í hestamannafélaginu Mána, (sem og öðrum félögum) og margir eru enn í sínu gamla félagi og mjög gott samstarf er á milli Brimfaxa og Mána. Hestamenn í Grindavík hafa í gegnum tíðina verið duglegir að keppa og oft komið heim til Grindavíkur með verðlaun.

Brimfaxi átti fulltrúa m.a. á ístölti kvenna, páskamóti Sleipnis, landsmóti og fleiri mótum, þar sem keppendur voru Brimfaxa til mikils sóma. Einnig tóku hestar í eigu Brimfaxafélaga þátt í mörgum mótum á árinu með glæsilegum árangri. Brimfaxafélagar eiga líka nokkur hross sem dæmd voru á árinu og án efa eiga einhver af þeim eftir að keppa á komandi mótatímabili.

Hér ætlum við að líta yfir mótatímabilið fyrir árið 2012 og telja fram verðlaunasæti þar sem keppt var utan Grindavíkur undir nafni Brimfaxa.

Mars:
Lífstöltið í Mosfellsbæ.
A-úrslit tölt. 2 flokkur. 6 verðl. Fenja frá Holtsmúla. Knapi og Eig: Valgerður Valmundsdóttir.

Apríl:
Barnasmali Mána og Brimfaxa á Mánagrund.
3 verðl. í barnaflokk. Silvía Sól Magnúsdóttir.
Þáttökuverðl. í pollaflokk: Magnús Máni Magnússon

Júní:
Hestaþing Mána og Brimfaxa á Mánagrund.
A-flokkur 3 verðl. Kaldi frá Meðalfelli. Eig. Páll Jóhann Pálsson. Knapi og eig: Snorri Dal.
B-flokkur 2 verðl. Helgi frá Stafholti. Eig. Marver. Knapi Snorri Dal
B-flokkur 5 verðl. Fleygur frá Hólum. Eig. og Knapi: Sigurður Jónsson
B-flokkur áhugam. 3 verðl. Fenja frá Holtsmúla. Eig og knapi: Valgerður Valmundsdóttir.

Júní:
Hestaþing Mána og Brimfaxa á Mánagrund - úrtaka fyrir landsmót.
Landsmótssæti:
A-flokkur. Kaldi frá Meðalfelli. Eig. Páll Jóhann Pálsson.
B-flokkur. Ófelía frá Holtsmúla. Eig. Hermann Ólafsson.
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2615
Gestir í gær: 221
Samtals flettingar: 551815
Samtals gestir: 59055
Tölur uppfærðar: 23.6.2024 00:02:40