31.10.2012 15:40

Vilt þú gerast félagsmaður Brimfaxa ?
Í Brimfaxa eru yfir 90 félagsmenn á öllum aldri.

Félagstarf er öflugt og margt er í boði á félagsvæði Brimfaxa, þar má nefna hringvöll, tamningagerði, kennslugerði, reiðvegi og síðast en ekki síst glæsileg 2000m2 reiðhöll sem er í byggingu.

Á þessu ári var boðið upp á ýmislegt fyrir hestamenn, svo sem reiðkennslu, skipulagðar útreiðarferðir, folaldasýningu, smalamót, innanfélagsmót, fræðsluferð, Fyrirlestur, Hestadag, rekstrardag og svo lengi mætti telja.

Brimfaxi gekk formlega í Landsamband Hestamannafélaga ( LH ) árið 2012.
Félagsgjöld og aðrar upplýsingar má finna á linknum hér að ofan "um félagið".

Þeir sem hafa áhuga á að ganga í félagið og taka þátt í því sem Brimfaxi hefur upp á að bjóða er bent á að hafa samband við gjaldkera á netfangið: [email protected]

Kveðja
Stjórnin.
Flettingar í dag: 1059
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 594082
Samtals gestir: 62901
Tölur uppfærðar: 25.7.2024 20:20:31