25.03.2012 14:30

Tímamót




Laugardaginn 17. mars voru undirritaðir samningar við Landsstólpa um kaup á reiðhöll sem verður 26 x 70 metrar að stærð. Einnig var undirritað skjal þar sem Herman TH. Ólafsson í Stakkavík yfirtekur framkvæmd verksins og skuldbindur sig til að skila höllinni að minnsta kosti fokheldri með þeim peningum sem okkur stendur til boða. Að lokum var handsalaður samningur við GG.Sigurðsson um jarðvinnuna. Þessi dagur var tímamóta dagur í sögu Brimfaxa, okkar litla félags sem rúmar stórhuga menn sem vilja hugsa langt fram í tímann.

Þessi fæðing hefur tekið langan tíma og hefur gengið á ýmsu sem hefur tafið málið svo sem staðsetning, deiliskipulag og fl. Það getur ekki annað en talist kraftaverk að einn maður komi og vilji taka á sig slíka ábyrgð sem byggingu einnar reiðhallar, slíkt gerist ekki í hverju bæjarfélagi ef nokkurstaðar. Brimfaxafélagar stöndum þétt við bakið á Hermanni og sýnum samstöðu, þannig vinnum við stærstu sigrana.

Til hamingju Brimfaxafélagar og aðrir Grindvíkingar.

Kær kveðja.

Stjórn Brimfaxa.

Flettingar í dag: 899
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 757
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 657575
Samtals gestir: 67256
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 11:48:44