11.03.2012 14:32

Tímamótaatburður



Sunnudaginn 11. mars samþykkti fjölmennur fundur Brimfaxafélaga að fela Hermanni Th. Ólafssyni forsjá byggingu Reiðhallar að stærð 26x70 M í nafni félagsins í nánu samstarfi við stjórn og aðra félagsmenn.
Hermann afhenti stjórn félagsins undirskrifað bréf þar sem hann ábyrgist það að höllin komist upp fyrir þá peninga sem félaginu stendur til boða og brúa það bil sem á vantar.
Það verður að teljast rausnarlegt og í meiralagi höfðinglegt að Hermann skuli vera tilbúin að takast á við slíkt verkefni. Vil ég nota tækifærið til að þakka Hermanni fyrir hans framgöngu í þessu máli og óska Brimfaxafélögum til hamingju með þetta stóra skref sem tekið var með þessari samþykkt og þessu bréfi frá Hermanni.
Takk fyrir okkur.
Herra Hilmar formaður.

Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 334274
Samtals gestir: 31746
Tölur uppfærðar: 25.9.2023 18:42:06