Brimfaxamótið tókst bara bærilega vel og veðrið alveg þolanlegt. Það hefði verið gaman að sjá fleirri krakka og konur, en það verður ekki á allt kosið, það var bara svo mikið í gangi á sama tíma t.d. kvennahlaup krakkamót í fótbolta og fl. og fl. Grillaðar voru pylsur fyrir gesti og gangandi og skapaði það skemmtilega fjölskyldustemmningu fyrir vikið. Einhamar gaf öll verðlaunin og pylsurnar. Stafholtshestar gáfu drykkjarföng og kol. H.K. Verk gaf pylsubrauðin og félagið skaffaði tómat sinnep og lauk, þannig að kostnaður fyrir félagið var óverulegur. Stjórn Brimfaxa vill þakka öllum þeim sem styrktu okkur og þeim sem lögðu hönd á plóginn. Jón Ásgeir sá að mestu um undirbúning móptsinns ásamt fleirrum.
Hlyni dómara þökkum við fyrir ásamt aðstoðarmanni. Hlynur minn þetta var létt í vasa en vonandi hafðir þú gaman af þessu eins og við.
Nokkrir krakkar voru í teymingaflokknum og fengu þau öll verðlaun eftir nokkra hringi í teymingu
Kvennaflokkurinn var heldur rýr enda kvenfólkið í kvennahlaupi á sama tíma. Þær sem hlupu ekki en völldu í staðin að láta hlaupa með sig voru aðeins fjórar. Þrátt fyrir að vera fáar þá voru þetta glæsilegir fulltrúar á flottum hrossum. Stella og Valíant urðu í efsta sæti enda Valíant glæsilegur hestur og Stella lunkin knapi. Til hamingju Stella.
Í karlaflokki kepptu þrettán einstaklingar og er skemmst frá því að segja að Stebbi Kristjáns rúllaði þessu upp á glæsihryssunni Frænku sem er undan Þristi frá feti. Til hamingju Stefán
Takk fyrir daginn ágætu félagar stjórn Brimfaxa þakkar fyrir sig.
kær kveðja herra Hilmar formaður.
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is