10.04.2011 15:22

Til hamingju Dóri

Föstudaginn þann áttunda apríl fór fram forskoðun folalda bæði í Keflavík og Grindavík á vegum Mána. Það var Magnús Lárusson kynbótadómari sem skoðaði og dæmdi folöldin í hverju húsi fyrir sig og síðan komust 5 hæst dæmdu folöldin af hvoru kyni á sýninguna í Mánahöllinni. Það er skemmst frá því að segja að Teódór Vilbergsson skákaði öllum stórræktendum með sínu gullfallega folaldi Frosta sem er undan Mýdasi og Eik. Frosti endaði í þriðja sæti og verður það að teljast mjög gott. Það verður spennandi að fylgjast með þessu tryppi á komandi árum, og svo er það spurningin: ,,ætlar Dóri að halda honum gröðum?''

Til hamingju Dóri.

Kær kveðja Stjórn Brimfaxa.
Flettingar í dag: 324
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 478
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 334304
Samtals gestir: 31746
Tölur uppfærðar: 25.9.2023 19:03:07