Stebbi Kristjáns fékk þessa flottu hryssu í sumar. Hryssan er sláandi lík föður sínum, honum Krák frá Blesastöðum en hann er að festa sig í sessi sem einn allra efnilegasti kynbótahesturinn hér á landi. Krákur á 3 afkvæmi dæmd og hafa þau öll farið í góð 1. verðlaun 4. vetra að aldri. Glæsileg byrjun.
Móðirin er 1. verðlaunahryssan Ör frá Síðu en hún er úr ræktun Viðars Jónssonar í Keflavík sem reynst hefur mörgum vel og er hún undan Ófeigssyninum Hrannari frá Kýrholti. Garpurinn Ófeigur frá Flugumýri kemur því fyrir báðum megin í þessari ungu hryssu.