20.06.2010 16:40

Brimfaxi fæddur


Brimfaxi frá Stafholti er komin í heiminn. Á dögunum kom fyrsta folaldið í sumar úr ræktun þeirra Palla Jóa og Mundu í Staholti.
Um er að ræða leirljósan myndar hest sem var að sjálfsögðu skírður Brimfaxi. Folinn er undan gæðingunum Mídasi frá Kaldbak og Birtu frá Heiði. Brimfaxi á tvo eldri albræður þá Bjarma og Bjartmar sem hafa unnið sér það til frægðar að sigra folaldasýningarnar hjá hestamannafélaginu Mána sl. tvö ár.

Gaman væri ef hinn stæðilegi Brimfaxi skyldi halda áfram hefðinni sem bræður hans hafa skapað og sigra næstu folaldasýningu er haldin verður á Mánagrund
Flettingar í dag: 477
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 733
Gestir í gær: 125
Samtals flettingar: 482312
Samtals gestir: 49355
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:22:49