08.06.2010 16:15

Folöldin í Flagveltu


Nú eru fyrstu tvö fölöldin fædd í Flagveltu hjá Pétri og Birtu og á eitt folald á eftir að koma til viðbótar í sumar. Fyrst kom myndarleg rauðstjörnótt klárhryssa undan Krák frá Blesastöðum og Gusts frá Hóli dóttirinni Gjóstu frá Laufási. Tveim dögum síðar koma svo skrefamikil móálótt fimmgangshryssa undan Sæfara frá Hákoti og Hnátu frá Skarði, en Hnáta er undan Mána frá Ketilsstöðum.

Brimfaxamenn eru hvattir til að senda okkur myndir af fölöldum sínum í sumar og smá upplýsingum um þau og það er aldrei að vita nema að þau eigi eftir að keppa undir merkjum Brimfaxa þegar fram líða stundir
Flettingar í dag: 692
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2443
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 597336
Samtals gestir: 63036
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 15:52:53