06.04.2010 09:00

Grindvískur gæðingur á ístöli þeirra allra sterkustu

Grindvíski gæðingurinn Helgi frá Stafholti úr ræktun þeirra Palla Jóa og Mundu í Stafholti stóð sig afar vel á ístöltmóti þeirra allra sterkustu um helgina og endaði í 6-8 sæti. Mótið er gríðar sterkt og er einn af hápunktunum í hestaíþróttum á íslandi ár hvert. Helgi frá Stafholti er fyrrum stóðhestur og er undan heiðursverðlaunahestinum Keili frá Miðsitju og gæðinginum Heklu frá Halldórsstöðum. Helgi var sýndur af Snorra Dal.Flettingar í dag: 1059
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 594082
Samtals gestir: 62901
Tölur uppfærðar: 25.7.2024 20:20:31