26.02.2018 11:15

Vetrarleikar 2 - Grímutölt


Sameiginlegt vetrarmót Brimfaxa, Sóta og Háfeta vetrarleikar 2 - Grímutölt T7 (hægt tölt + fegurðartölt) verður haldin í Brimfaxahöllinni 3.mars 3018 kl. 14:00.

Kvennanefnd Brimfaxa verður með veitingasölu en a.t.h að engin posi verður á staðnum.

Boðið verður upp á Pollaflokk (teymdir og ríðandi pollar) ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk, kvennaflokk, karlaflokk og opin flokk.
Knapar mega skrá eins marga hesta og þeir vilja, hver keppandi má bara keppa í einum flokk.

Eftir flokkakeppni verður keppt í þriggja þrauta orkubrauta-smala með HS ORKU drykk!
Allir saman, bara gaman.

Skráning er á brimfaxi@gmail.com.
Skrá knapa - flokk - hest/hesta - hönd.
Pollaflokkur - frítt
Barna, unglinga og ungmennaflokkur - 500 kr. pr.skráning
Karla, kvenna og opin flokkur - 2000 kr. pr. skráning.
Smalakeppni - 500 kr.

Þátttökugjald skal leggja inn á reikning Brimfaxa og senda kvittun á brimfaxi@gmail.com
0146 - 15 - 250134
kt: 530410 - 2260

Skráningu lýkur föstudaginn 2. mars.

Mótanefnd og æskulýðsnefnd Brimfaxa.

Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 8853
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 868235
Samtals gestir: 100695
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 16:42:35