04.01.2013 14:24

Námskeið LbhÍ: Járning og hófhirða!

 
 

Járning og hófhirða:

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.

Tími:Lau. 12. jan., kl. 10:00-18:00 og sun. 13. jan., kl. 9:00-16:00 (19,5 kennslustundir) í HestamiðstöðLbhÍ á Miðfossum.

Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda -www.bondi.is og aðra stéttarfélagssjóði.

Skráningar í gegnum nýtt kerfi -www.lbhi.is/namskeid

Endurmenntun LbhÍ. Landbúnaðarháskóli Íslands / Agricultural University of Iceland.

 

tel: 433 5000 - e-mail: endurmenntun@lbhi.is

 

Flettingar í dag: 280
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 1620
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 1057297
Samtals gestir: 131023
Tölur uppfærðar: 9.8.2020 08:21:08