10.09.2012 21:47

Hvað er IS númer hrossa ?




IS númer er svokölluð kennitala hrossa, hvert og eitt hross fær sína kennitölu við skráningu í Worldfeng (www.worldfengur.com) sem er alþjóðlegur gagnagrunnur fyrir íslenska hestinn. Í daglegu tali, tala hestamenn um IS númer hestins.

IS er skammstöfun og stendur fyrir Ísland en ef íslenskur hestur er fæddur á erlendri grund fær hesturinn landstafi fyrir það land sem það er frá, ef t.d. hestur er fæddur í Svíþjóð fær hann stafina SE.

Á eftir IS stöfunum kemur 10 stafa talnaröð, t.d: IS1986186055.
Þessar tölur þýða að fyrstu 4 tölustafirnir eru fyrir árið sem hrossið er fætt, næsta tala ( 1 eða 2 ) stendur fyrir hvort kyn hesturinn er, (1 = hestur - 2 = hryssa) því næst er tveggja stafa tala sem segir frá hvaða landsvæði hersturinn er og síðustu 3 tölurnar eru tölur sem eru fyrir bæjarnúmerið hans.

Tökum dæmi Orra frá Þúfu í Landeyjum, hann er með IS númerið: IS1986186055
IS - Ísland
1986 - árið sem hann er fæddur.
1 - hann er karlkyns
86 - landsvæðið sem hann er fæddur á
055 - bæjarnúmerið

Ef Orri gamli hefði nú verið hryssa hefði hann fengið: IS1986 2 86055.


Flettingar í dag: 457
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 739
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 475800
Samtals gestir: 48624
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 22:40:22